Um okkur

Verslunin Brúartorg hét áður Framköllunarþjónustan

Framköllunarþjónustan ehf. opnaði í Borgarnesi í nóvember árið 1989. Þá var fyrirtækið til húsa á Borgarbraut 11 og starfaði þar allt til ársins 1998 en þá flutti starfsemin í nýtt húsnæði að Brúartorgi 4. Á þessum tíma hafði margt breyst en Framköllunarþjónustan lagaði sig að breyttum aðstæðum. Til að mynda tók netframköllun nánast alveg við af hefðbundinnar filmuframköllunar, en hægt er að senda inn mikið magn í gegnum heimasíðu fyrirtækisins, áður www.framkollunarthjonustan.is, nú www.bruartorg.is.

En þjónustan einskorðast ekki aðeins við ljósmyndun og framköllun. Í Framköllunarþjónustunni, nú Brúartorg, er einnig í boðið uppá prentun og uppsetningu nafnspjalda, prentun teikninga, plöstun og úraviðgerði svo eitthvað sé nefnt. Þá er í versluninni fjölbreytt vöruúrval, myndaalbúm, rammar, myndavélar, armbandsúr, Leatherman hnífar, sjónaukar og fleira.

Þann 14. nóvember 2020, á 31. árs afmæli Framköllunarþjónustunnar breytti búðin um nafn og heitir í dag Brúartorg, sama kennitalan en nýtt nafn þar sem búðin hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og bíður nú uppá fjöldan allan af gjafavörum, til dæmis frá Iittala, Bitz, Moomin og Spectrum. Nýjasta viðbótin er svo prjónahornið þar sem boðið er upp á mikið úrval af garni og öðrum hannyrðavörum.

Eigendur Brúartorgs eru Svanur Steinarsson og Elfa Hauksdóttir.

Brúartorg
Kt. 430196-2439